Manni trölli benti mér á þvílíkt sniðugt forrit sem heldur utan um allar digital myndirnar manns. Það er hægt að gera fullt af gumsi í því og þar á meðal losa sig við rauð augu. Snilldar fídus! Forritið heitir Picasa 2 og má finna hér!
Myndirnar frá Sunnu síðan á miðvikudaginn eru svo hér! Takið eftir því hvað lítið er af rauðum augum þar. Rarr!
Myndirnar frá Sunnu síðan á miðvikudaginn eru svo hér! Takið eftir því hvað lítið er af rauðum augum þar. Rarr!
Ég var að koma heim úr tónheyrnarstöðuprófinu fyrir LHÍ rétt í þessu. Prófið var tvískipt og gekk skriflegi fyrri parturinn þokkalega miðað við að tíu ár eru síðan ég hef staðið í gumsi sem þessu. Ég get nú hins vegar ekki sagt að seinni hlutinn hafi verið glæsilegur! Ég var að drepast úr stressi og jafnvel gríðarlegur þokki minn náði ekki að vinna upp á móti örvæntingafullu loftkenndu hryglunum sem ég gaf frá mér í prófinu. Kennarinn var nú ekki sérlega skilningsríkur heldur. Í stað þess að segja " Nona, nona Egill. Viltu dleikjó?" virtist hann frekar pirraður á mér og bað mig meira að segja að taka höndina frá munninum á meðan ég væri að syngja. Ég held að þetta hafi gengið samt nógu vel en hefði örugglega gengið mun betur hefði ég verið fullur!

Jæja! Þá er komið að því! Nú eiga allir að skeina sér fram og til baka og til hægri og vinstri svo ég komist til Tælands í vor. Ég er nefnilega með hágæða klósettpappír til sölu, vísindaprófaðan af NASA á flestum þarmagerðum. Þeir sem neita að kaupa af mér pappírinn fara beint á svartan lista og mega búast við einhverjum hræðilegheitum!
