Haukur finnur svo til með mér vegna veikinda minn undanfarna daga að hann samdi ljóð mér til heiðurs. Hann hafði þetta um verk sitt að segja:
Höfundi þykir nafnið hæfa þar sem í skáldinu takast á tvær andstæður annars vegar kjarkur samtímans og andstæður fortíðar.
Óður til skáldsins
Ó þey ó þey,
mig auman,
sál mín buguð.
Hjarta mitt brestur
en skáldin huguð
því dauðanum sleginn frestur
ó almætti,
ó almætti.
Höfundi þykir nafnið hæfa þar sem í skáldinu takast á tvær andstæður annars vegar kjarkur samtímans og andstæður fortíðar.
Ó þey ó þey,
mig auman,
sál mín buguð.
Hjarta mitt brestur
en skáldin huguð
því dauðanum sleginn frestur
ó almætti,
ó almætti.
Ég fór á sjóinn í dag á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni með fiskilíffræðinni. Við þurftum að vera mætt í skipið klukkan átta sem er sikk og var stemmningin eftir því. Það var heldur ekki sérlega gott í sjóinn og olli það gubbusubbelsi hjá sumum. Þokki minn fór hins vegar ekki fram hjá neinum og var mér aldrei mál að gubba. Eftir ferðina tók ég fullt af ýsu og þorski með mér heim sem var ekki sérlega greindarlegt í ljósi þess að mér finnst fiskur ekkert spes. Í kvöldmatinn var svo auðvitað nýveiddur þorskur. Ég fékk mér hönkaheilsuboozt í staðinn. . . .
Ég kom heim frá 




Ég og Trölli brugðum okkur á Þjóðminjasafnið áðan til þess að kynna okkur í hvað þessi milljarður hefði nú eiginlega farið. Ég varð alla vega ekki fyrir vonbrigðum enda er þetta alveg þvílíkt flott. Uppsetningin er ótrúlega töff og svo eru snertiskjáir á mörgum stöðum þar sem hægt er að hlusta á fyrirlestra um ákveðin atriði eða tímaskeið. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera stoltir af (só að ég sé með þjóðernisrembing) og ættu allir að kíkja nema Haukur. Það kostar ekki nema 300 kall fyrir nema en þeir þurfa reyndar að vera með stúdentaskírteini.
