Pleasure, pleasure!

31.8.03

Ú je!
Ég fór í gær í óvissuferð með vaktinni minni í steypuskálanum og skemmti mér bara ágætlega. Vitaskuld tók ég myndavélina mína með og er ég nú búinn að bomba myndunum inn á netið!


Eldhress og vel til höfð gimp!

29.8.03

Mér varð vitaskuld hugsað til Hauks þegar ég sá þetta hér. Þarna er verið að gera grín að einhvers konar gjörningsljóðlestri af stakri snilld!

23.8.03

Hvalveiðar og aftur hvalveiðar!
Elskulegi málfræðingurinn okkar er nú búinn að skrifa um e-mailin sem honum hafa borist varðandi blogg sitt um hvalveiðar fyrr í mánuðinum. Það er nú reyndar satt hjá honum að það er frekar fyndið að margir hafa fundið hjá honum bloggið með því að slá inn á google iceland + whailing + resumption. Ég er ekki alveg saklaus af þess lags gubbi þó ég hafi nú ekki fundið hans síðu með þeim hætti.

Ég skil hann þó ekki alveg þegar hann segir:

There is a parallel with the Cod Wars, when Iceland broke international laws in order to prevent non-Icelanders fishing what were then international waters. Iceland “won” the Cod Wars (or wasn’t brought to book for breaking international laws) and is clearly flexing its muscles on this issue.

Eins og ég skildi stríðin án þess að hafa stúderað þau neitt sérstaklega þá færðum við Íslendingar landhelgina út í nokkrum þrepum alveg upp í 200 mílur og urðum þar með fordæmi annarra þjóða sem einnig útvíkkuðu sína landhelgi í kjölfarið og brutum ekki nein lög við það. Flestar þjóðir viðurkenndu rétt okkar til þessa fyrir utan Breta sem subbuðust enn á sínum stað en fengu svo um síðir að finna fyrir ægisvaldi íslensku landhelgisgæslunnar.

En ég helda annars að ég sé búinn að fá nóg af þessari hvalaumræðu í bili sem er yfirfull af rangfærslum. Það virðist ekki vera hægt að sannfæra fólk sem tengist hvölum pervertískum tilfinningaböndum um eitt né neitt.

22.8.03

Og enn um hvali
Palli rauði hefur látið skrif málfræðingsins um hvalveiðar fara álíka mikið í taugarnar á sér og ég. Hann skrifaði honum um daginn og fékk nú nýlega svar frá honum sem sjá má hér. Maður er kannski byrjaður að efast um hvort rétt hafi verið að hefja vísindaveiðar þar sem almenningur marga landa er svo fáfróður um hvalveiðar.

21.8.03

Ekki hætta beibí! Plís ekki hætta!
Ég fékk í gær sendingu frá amazon með 11 diskum sem ég hafði pantað mér fyrir stuttu í óðs manns kaupæði. Þetta voru mest nútímatónskáld sem ég vildi kynna mér eins og Schnittke, Penderecki og Górecki. Sá diskur sem kom mér svo LANGSAMLEGA mest á óvart var með tónlist eftir bandaríska tónskáldið Philip Glass sem fæddist árið 1937. Þessi tónlist er svo tær og aðgengileg að ég skil ekkert í því af hverju maðurinn er ekki þekktari! Pabbi kom meira segja inn í herbergi til að forvitnast um hvað ég væri að hlusta á. Þetta er tær snilld!

Ég mæli með honum fyrir ALLA! (Vitaskuld ekki Hauk samt)

20.8.03

Hér er svo meira til að pirra sig yfir:

Málfræðingurinn er farinn að tuða frekar hallærislega um hvalveiðar okkar.
Pistill sem málfræðingurinn las.
Svo er þetta hér frekar dæmigert viðhorf.

Ég er búinn að vera að leika mér að því að pirra mig á umræðunni um vísindaveiðar Íslendinga á netinu hér og þar. Mestu mótmælin sem ég hef fundið eru á umræðuvef iceland.com en einnig hefur verið rætt um þetta á lonelyplanet.com.

18.8.03

Keilisdegi frestað vegna veðurs!

Allt að gerast!
Allt stefnir í að hinn geysivinsæli árlegi Keilisdagur Egils verði farinn í dag 18. ágúst um klukkan fimm ef veður leyfir. Keilisdagurinn virðist ætla að slá út hinn árlega Esjudag Egils út því fyrirhuguð þátttaka er mun meiri en þar hefur áður þekkst.

Þeir sem lýst hafa yfir áhuga sínum að þessu sinni eru Beggi, Haukur, Edda, Karen tvær vinkonur hennar sem heyrt hafa um þokka minn og líkamsburði. Maggi er að hugsa málið og Siggi nennir ekki.

Ekki er of seint að tilkynna þátttöku og eru allir velkomnir svo framarlega sem mér líki við þá. Frjálst er að greiða þátttökugjald allt upp í tíu þúsund krónur!

15.8.03

Fyndið!

Þessi síða hér ætti að vekja athygli Magga enda fátt til arískara en hann. Maggi veit hve sérstakur hann er og gerir sér fullkomna grein fyrir því að að honum ber skylda til að varðveita hrein gen sín. Arísk upprisa ætti honum því að vera mikill fengur!

Vaktaskipti er svona gott-vont fyrirbæri. Þegar vakt lýkur er vissulega gott að komast heim en þá þarf maður að fara inn í klefa og heilsa hinni vaktinni sem maður þekki ekki neitt og spjalla yfirborðskennt við hana. Stundum er maður meira að segja nakinn þegar það gerist og ég sem hata yfirborðskennt spjall og þá sérlega þegar maður er nakinn!

11.8.03

Je
Ég er búinn að setja inn myndirnar síðan í gær inn á netið ykkur öllum til ómældar ánægju og dægrastyttingar. Ég fór eitthvað að hugsa um hvernig kvöldið hefði endað en er ekki alveg með það á hreinu. Ég man að Manni náði að koma sér með okkur niður í bæ til þess eins að fara heim strax aftur með leigubíl því hann var svo fullur. Sigga skundaði strax burt að hitta eitthvað annað lið og Huldu og Sunnu týndi ég á Viktor eftir að ég fór út til að svara símtali. Svo hitti ég Sigga niðri í bæ sem hafði farið eitthvað annað og við 10-11 hittum við svo Eddu og Þjóðverjann hennar. Hún var ekki alveg sátt við tilraunir mínar til að koma þeim saman ;)


nokkur gimp

10.8.03

Hér geta áhugasamir nálgast stutta hreyfimynd af Sigga að borða. Viðeigandi stunur hans heyrast nokkuð vel.

9.8.03

Blogg með attitjúd
Íslendingar eru kúl og eru byrjaðir að veiða hvali aftur en þá fara allskonar nördalönd að væla. Svo eru Bandaríkjamenn eitthvað klikk í hausnum en það er nú svo sem ekkert nýtt. Einhver sagði mér að þeir eru mesta hvalveiðiþjóð í heimi og svo gera þeir ekki annað en að tuða í hvalveiðikúlistum. Þeim finnst í lagi að drepa 3000 Íraka en finnst hræðilegt ef 38 hrefnur eru veiddar. Þeir kannski meta líf út frá tonnum. 38 hrefnur eru sennilega þyngri en 3000 Írakar. Svo hafa þeir fengið allskonar undanþágur fyrir innfædda hjá sér því hvalveiði er svo stór hluti af þeirra menningu. Ég myndi nú segja að hvalir væru okkur nátengdir á þann háttinn líka.

Megi sem flestir hvalir láta lífið við Íslandsstrendur á næstu árum því hvalkjöt er svo gott og svo éta hvalir allt of mikið líka. Þetta gæti orðið fitubollum víti til varnaðar!

Allt að gerast!
Þar sem foreldrar mínir eru að spóka sig í hitabylgjunni í Evrópu fékk ég loksins tækifæri til að bjóða Siggu og Brynjari í mat. Ég var búinn að vera næstur í röðinni frekar mikið lengi. Það er þó stundum gott að bíða enda er ég á því að heimboð mitt hafi verið það allra veglegasta og þokkinn umlukti mig sem hlaup eins og venjulega. Eftir matinn fórum við Sigga niður í bæ en Binni frekna og viðbjóður fór vælandi heim.


Sigga og Brynjar í góðum félagsskap

Myndir má nálgast hér!

5.8.03

Fjör og sprell
Nú líður að hinum árlega Keilisdegi Egils en þessi skemmtilegi atburður hefur styrkst í sessi í gegnum árin. Stutt er síðan hinn árlegi Esjudagur Egils var haldinn og tókst hann mjög vel að mati þáttakenda.

Gengið verður upp á Keili frá rótum hans undir styrkri leiðsögn minni á næstu dögum.

3.8.03

Siggi kom mér gríðarlega á óvart áðan. Ég spurði hann hvort hann nennti ekki út með mér að skokka í góða veðrinu og átti svo sem ekki von á jákvæðu svari. Siggi byrjaði að afsaka sig með öllum hugsanlegum aðferðum eins og venjulega en svo allt í einu skipti hann um skoðun og sagði að sig langaði mjög út að skokka! Ég hélt að hann hefði fengið blóðtappa upp í heila. Við fórum niður í Elliðaárdal og svo bauð ég honum heim í mat.


Myndavélin mín var ekki langt undan!

2.8.03

Allt að gerast!
Ég er búinn að bomba inn núna myndum síðan á fimmtudaginn og í gær en þá fórum við Manni og Siggi niður í bæ og kíktum á hálf dauft mannlífið.

Matarboðið
Verzlunarmannahelgartölt


Svo vildu Manni og Hulda koma á framfæri kvörtun en þeim fannst það algerlega óviðeigandi að ég hafi ekki birt sérstaklega mynd af þeim tveimur þegar ég fjallaði um matarboðið um daginn. Ég biðst innilegrar afsökunar og sé vitaskuld geðveikt eftir þessu!


Gestgjafarnir myndugu!

Nú er klukkan rúmlega fimm og einhverra hluta vegna er ég kominn niður í "Bunker" vegna sameinaðra illskuráða rauðhærðra en ég hef verið á ferðinni með Sigga og Manna í kvöld. Kvöldið hefur verið hið þokkalegasta hingað til enda hefur lítið bolað á slímugu eðli þeirra en rétt áðan var ég skyndilega staddur hér í "Bunkernum" með kort upp á klukkustund sem Manni keypti handa mér!

Hvað á ég að gera hér í klukkutíma?

Ég undi fyllilega sáttur við mitt hlutskipti áðan enda var ég þá drekkandi bjór í blíðskaparveðri niður í bæ. Mér finnst það sýna og sanna innantóma tilveru þeirra rauðhærðu félaga sem þurfa sífellt að sækja hingað í þetta greni til þess að fylla upp í andlegt tómarúm sitt.

Ég veit að ég er ekki vanur að skrifa svona mikið í einu en Manni keypti nú einu sinni handa mér klukkutíma kort og það er enginn á msn-inu!

Svo fór ég á klósettið hér áðan og þar stóð á veggnum: Ef þið getið hitt í CS þá getið það einnig hér! Glatað!

1.8.03

Ég var að fá bréf frá Innheimtumönnum ríkissjóðs þar sem ég er hreinlega þéraður!

Ef þér eruð í launuðu starfi er þess hér með vinsamlegast farið á leit að þér upplýsið um nafn og kennitölu vinnuveitanda yðar.

Þeir hafa sennilega lesið það á síðunni minni að mér finnst að það eigi að þér alla sem eru í háskóla.

Sprell hjá Huldu
Ég var að koma heim frá Huldu þar sem mexíkanskur matur var eldaður af stakri snilld. Ég var innkaupastjóri og pönnukökuhitari og stóð mig með hinum mestu ágætum. Þetta var hálf bitur samkoma sem þó hélt þokka en við verðum öll að vinna um helgina. Siggi verður þó í fríi en reiknar ekki með því að gera neitt. Hann var því þarna nokkurs konar súkkulaði. Umtalað var að þokki minn hafi verið yfir meðallagi!


Siggi með allar sortir sín megin á borðinu

Nokkrar subbur að éta
Fríða og Dýrið!
Subbuparið
Þvílíkur þokki!
Dýrið orðið fjölþreifið