Pleasure, pleasure!

31.3.04

Ég held að ég hafi sest í pissublautt sæti í strætó áðan á leiðinni heim. Góður dagur!

Lifandi skelfing!
Ég var að vinna að fyrirlestri um stofnstærðargreiningu og gumsi á ýsu í Norðursjó til klukkan tólf í gærkvöldi. Svo þegar ég vaknaði í morgun og ætlaði að færa hann yfir á háskólasvæðið mitt þá vildi tölvan mín ekki ræsa sig. Ég komst í uppnám og fór að tala við sjálfan mig vafrandi um íbúðina og veit ekki hvað og hvað! Ég hringdi nánast vælandi í Marinó sem ekki svaraði og kveikti á tölvunni minni í tíma og ótíma í von um að henni myndi batna. Það gerðist ekki og allt var í gumsi. Ég mætti því í rugli í skólann í morgun og sagði kennaranum frá þessu sem spurði mig: Hva? Tekurðu ekki afrit af því sem þú gerir?

Til að gera langa sögu stutta þá er ég hönk og þetta reddaðist!

30.3.04

Nördablogg
Ég var að dunda mér við að gera fiskifræðiskýrslu í kvöld (rarr!) og vildi hlusta á tónlist á meðan. Vandamálið er bara það að þegar ég er með tónlist í gangi þegar ég er að læra þá á ég það til að hætta að læra og hlusta bara. Ég ákvað því að setja á tónlist sem maður tekur varla eftir og hvað er þá betra til en Concerto grossi eftir Locatelli sem er nú ekki alveg það frumlegasta sem til er en fínt í bakgrunni. Ég hef greinilega aldrei hlustað á diskinn út í gegn því aftarlega á honum var algjör snilld sem ég hef aldrei heyrt áður. Tjékkiði á heita stöffinu. Það er oft eins og besta tónlistin þurfi ekki að vera til og þegar hún er komin saman þá er hún eitthvað svo sjálfsögð. Takið eftir því þegar stefið fer í bassann í ca. 2:15. Kreisíj stöff!

Concerto grosso nr. 11 í c moll, fyrsti kafli, Largo

Ég hef sérstakan áhuga að heyra hvað Hauki finnst um þetta.

29.3.04

Lifi Haukur! Hann var í svo kúl þungu skapi í dag. Honum tókst að vera töff án þess að vera fýlulegur. Þvílíkur þokki!

26.3.04

Ég var að koma frá Nemendaskránni eftir að hafa beðið þar í klukkutíma biðröð til að skrá mig í sumarnámskeiðið í líffræðinni sem byrjar strax eftir prófin (jeij). Ef allt gengur að óskum útskrifast ég af tveimur brautum næsta vor, fiskifræðibrautinni og almennu brautinni. Já . . . ég er sko hönk.

25.3.04

Undanfarið hefur íslenski fáninn verið mun sýnilegri en hann er venjulega og er það vel! Venjulega sér maður hann eiginlega aldrei sem mér finnst ekkert sniðugt því hann er svo kúl. Svo finnst mér skjaldarmerkið okkar líka rúla og mig langar SVO í svona GK bol með því á. Áfram Ísland og lifi líkami Hauks!

22.3.04

Ég er að reyna að velja hvaða fög ég á að taka á næsta ári og það er bara ekkert grín!

Á haustönn þarf ég að taka:
Sjávarvistfræði
Lífræn og líffræðileg efnafræði
(verð líklega með Manna belli í þessu fagi)
Fiskalíffræði

svo get ég tekið eitt í viðbót og þarf þá að velja úr Mannerfðafræði og Umhverfisfræði sem mér finnast bæði vera mjög áhugaverð.

Á vorönn þarf ég svo að taka:
Dýrafræði B
Dýralífeðlisfræði


og aftur þarf ég að taka tvö í viðbót og þarf að velja úr Sníkjudýrafræði, Skordýr, Örveruvistfræði, Fuglafræði og Eiturefnavistfræði.

Þeir sem þykjast hafa vit á þessu, fyrir utan Hauk vitaskuld, mega endilega skilja eftir athugasemdir um hvað af þessu er sniðugt!

Það eru ekki allar fjölskyldur sem geta montað sig af því að eiga arabasímastalker eins fjölskyldan mín. Hann byrjaði að hringja í okkur fyrir um 2 árum og sagði bara Halló? Halló? Who is there? Þrátt fyrir það að við sýndum honum engin viðbrögð lét hann engan bilbug á sér finna og hringdi jafnt á nóttu sem að degi. Það var svo fyrir um ári að hann fór að segjast elska mömmu sem henni var nóg boðið og lét loka fyrir símtöl til útlanda. Og hvað gerðist svo áðan? Jú, arabakvikindið hringir aftur og játar Snorra ást sína. Þetta er mál er allt hið dularfyllsta. . . .

Gleðilegan mánudag gimpin mín!

20.3.04

Hugljúf saga eftir höfund Weebl and Bob.

19.3.04

Elsku litla rúsínurassgatið okkar hann Siggi komst á Batman.is undir fyrirstögninni:

Svaka fjör í verkfræði

Ég er svo heppin að eiga tvo vini sem eru nógu asnalegir til þess að alþjóð hlægi að þeim. Hinn er vitaskuld Haukur.

Ég sit núna í Háskólabíói með lappan minn bíðandi eftir Ingunni sem spilar með mér í Bach konsertinum á tónleikunum á morgun. Ég er orðinn frekar stressaður yfir því hvað ég er lítið stressaður fyrir tónleikana sem er frekar öfugsnúið. Maður á að vera stressaður yfir tónleikum en ekki vegna þess að maður sé ekki stressaður fyrir þá. Þetta veit ekki á gott og bendir til klúðurs á morgun!

Þeir sem vilja koma og heyra amatöra flytja Bach konserta er velkomið að koma á morgun í stóra salinn í Háskólabíói á morgun klukkan hálf fjögur. Það kostar ekkert inn!

18.3.04

Ég fékk vinnu í álverinu í sumar og virðist mér vaktaplanið vera öllu skárra núna en í fyrra. Þá var ég að að vinna 17. júní, fyrstu helgina í júlí og um Verzlunarmannahelgina en ég er alla vega í fríi 17. júní og fyrstu helgina í júlí í ár. Því legg ég til að eitthvað sniðugt verði gert þá en blátt bann legg ég hins vegar við hvers kyns atburðum um Verzlunarmannahelgina.

Msn sjúklingurinn ég hef ekki komist þangað inn næstum því í allan dag. Lifandi skelfing!

16.3.04

Nýr pie! Algjört rugl að venju :)

15.3.04

Ég hata mánudaga og mánudagsmorgna enn frekar! Þeir eru óbjóðandi viðbjóður!

Annars fer allt að gerast. Á laugardaginn verða risatónleikar í Háskólabíói vegna 40 ára afmælis Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem spilaðir verða 3 Bach konsertar fyrir 2 og 3 píanó auk hljómsveitar. Hönkið ég leik einn af þessum konsertum af miklum þokka. Annars verður píanókonsertslufsan mín ekki flutt á þessum tónleikum eins og ég lét í veðri vaka hér fyrr. Buhuhu . . .

En jæja . . . . nú er það sko fiskifræðiskýrsla!

14.3.04

Fullur? Nö-hauts! Snáfaðu . . .

13.3.04

Haukur og Hrönn eiga eins árs afmæli saman í dag. Það er reyndar dálítið furðulegt og bendir til þess að Hrönn sé ónæm fyrir tuði auk þess sem hún hlýtur að vera hálfblind og ekki með neitt lyktarskyn. Engu að síður hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til að fara í heimsókn til þeirra í kvöld og óska þeim til hamingju!

11.3.04

Fjandans fiskifræðiskýrsla! Fjúktu út á hafsauga tuðran þín!

8.3.04

Auj! Veðrið er búið að vera svo ógeðslegt í kvöld sem gerir það að hönkalegu afreki að ég hafi farið út að skokka í því áðan. Þokkinn var samt sem áður ekki í hámarki enda var þetta hálfgerður viðbjóður. Samt sem áður hef ég öppgreidast úr Egill 1.1 yfir í Egil 1.2!

7.3.04

Þetta veður er ekki vænt til upphönkunar. . .

5.3.04




4.3.04

Ég gleymdi símanum mínum heima í dag og mér finnst eins og ég sé allsber . . .

3.3.04

Í kvöld átti sér stað svo mikil upphönkun af minni hálfu að ég hef upphönkast úr version Egill 1.0 yfir í Egill 1.1. Siggi ætlaði að koma með mér út í skokkið en svo hringdi hann og sagðist vera tímabundinn, og þegar ég var búinn að hrekja það var ástæðan að hann vildi ekki skokka því hann þurfti að borða svo seint. Það að hann skyldi hætta við kom mér gjörsamlega í opna skjöldu!

Svo eiga allir að kíkja á bókamarkaðinn í Perlunni. . .

Nú er kominn tími á sundferð! Þar er það gulltryggt að þið getið barið fáklæddan líkama minn augum sem er vitaskuld nægileg ástæða fyrir að bomba sér með.

2.3.04

Gums til að pirra sig yfir ef maður er þannig stemmdur. . .

Ég er búinn að bomba inn myndunum síðan á Valentínusarkvöldinu þegar við strákarnir áttum saman rómantíska stund. Þær geta áhugasamir nálgast hér!


Hjartnæm stund hjá mér og Magga



Maggi orðinn ögn of rómantískur

Á leiðinni í Náttúrufræðihúsið áðan fauk á mig lítill asíubúi í einni af vindhviðunum. . .

1.3.04

Þvílíkur þokki!
Ég dreif líkama minn út að skokka í kvöld en það hefur ekki gerst einhvern tíman síðan í haust. Húsmæður hverfisins voru búnar að bíða eftir þessu lengi enda lögðust þær hreinlega á gluggana til að berja fegurðina augum. Rakastigið jókst til muna og þéttist ský yfir hlaupahringnum mínum.

Þolið var samt ekki alveg jafn yfirdrifið og gera hefði mátt ráð fyrir miðað við hönkalegt útlit mitt. Ég var vanur að hlaupa tvo hringi án þess að blása úr nös, en núna náði ég rétt rúmlega einum og var þá eins Siggi og eftir árángurslausa kökuleit. Restina lufsaðist ég svo hálfhlaupandi heim.

Út vil ek!
Ég er feitt að pæla í að fara út að skokka en ég nenni því SVO ekki. Ég hef verið að fresta skokkinu endalaust síðan eftir áramótin en þá ætlaði ég einmitt að fara að skokka á fullu eins og hönkið sem ég er! Fyrst voru það tónleikarnir, svo kom fiskivistfræðipróf og svo eftir þrjár vikur eru aðrir tónleikar! Hmm . . . ætli ég bombi mér ekki út eftir Survivor í kvöld. . .

Obbosí . . . Einver búinn að gera í buxurnar