Pleasure, pleasure!

25.7.01

Það er alveg merkilegt hvað þáttakan í hönk vikunnar hefur snaraukist seinustu tvær vikurnar. Ég veit eiginlega ekki hvað er að gerast, sérstaklega ekki eftir að Thecounter hætti að veita sína góðu þjónustu. Hönnunin á nýju síðunni liggur niðri eins og er sökum lítillar þolinmæði forritara sem ég réð til verksins. Ég á þó von á að úr því rætist innan tíðar en veit þó ekki hvenær það verður.

22.7.01

Það er naumast hvað sumir geta látið litla hluti fara í taugarnar á sér. Ég bendi á nýjasta bloggið hennar Siggu.

18.7.01

Vei!!!

Nú eru hlutirnir loksins að gera hjá honum Þóri. Hann hefur loksins, loksins, komið sér upp tenglasafni og að sjálfsögðu er uppröðunin háð þokka síðueigenda. Til hamingju með þetta afrek Þórir minn. Í verðlaun færðu heilar 5.000 kr sem þú skalt innheimta hjá Sigga. Þú kemur nú sterklega til greina sem valmöguleiki fyrir næstu keppni um hönk vikunnar.

16.7.01

Nú er Egill version 1.5 að hanna nýtt útlit á þessa síðu með Homesite forritinu sem áður hefur verið minnst á. Mér líst helvíti vel á það og ég á von á að eyða þó nokkrum klukkutímum í það á næstu dögum. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast þetta forrit geta gert það hér, og mæli ég kannski alveg sérstaklega með því fyrir hann Þóri sem er einmitt að bögglast við að hnoða nýtt útlit á sína síðu. Hann gæti jafnvel lært að koma upp tenglasafni.

Annars ætlaði ég aðeins að nöldra um The Counter. Það hefur enginn minnst neitt á þetta síðan að þessar breytingar urðu. Ágúst hefur ekki einu sinni ropað út úr sér neinum leiðindum um þetta og þá er mikið sagt. Veit einhver um annað netfyrirtæki sem veitir svipaða þjónustu og The counter gerði ókeypis?

13.7.01

Þá er ég búinn að uppfæra helvítin ykkar! Það var ekki mikið sem ég gerði núna því ég er að fara að upphönka mig eftir svona korter. Ég ætla að fikta í þessu nýja forriti sem ég var að fá og sjá hvort ég geti nýtt mér það. Heavy!

12.7.01

Áhugasamir aðdáendur sem fylgst hafa með lífi mínu, hafa tekið eftir því að ég hef hafið líkamsrækt eins og áður hefur komið fram. Ég er búinn að öppgreida mig nokkrum sinnum og er orðin að Agli version 1.4 eins og staðan er í dag. Ég hef fundið hvernig hönkisminn hefur smogið inn í líkama minn að loknum æfingum og mótað líkama minn í áttina að hönki.

En nú hafið þið tækifæri til að taka þátt í æfingum mínum í formi hvatningar sem birtist hér!

6.7.01

Þá er kominn tími til að öppgreida líkama minn aftur. Það er spurning hvað ég nái mörgum stigum í kvöld, en ég stefni á heil 40.

Annars hefur baráttan um hönk vikunnar aldrei verið jafn grimm og spennandi og hún er búinn að vera í dag. Maggi hefur sí og æ verið að sækja á en svo skaust Gústi kúkur allt í einu langt fram úr honum en hann er vinnufélagi minn og mr-ingur. Hann er einnig vinur Brynjars og hefur gaman af því að brjóta múrsteina. Hann vill alls ekki verða hönk vikunnar og af þeim sökum var hann kosinn alloft af vinnufélögum sínum í Byko í dag úr öllum tölvunum í húsinu.

en nú þarf ég að sinna líkama mínum..........

4.7.01

Ég keypti mér nýjan líkama á aðeins 18.500 kr í dag í Veggsport. Ég fæ hann reyndar ekki allan í einu heldur í smábútum í heilt ár og fékk ég fyrsta skammtinn í kvöld. Það má því með sanni segja að ég hafi öppgreidast um heil 10 hönkstig.

Annars finnst mér pistillinn hans Begga þar sem hann keppir við Ágúst í blaðri helvíti góður. Ég get nú því miður ekki hrósað rauðhausnum honum Sigga fyrir neitt þar sem hann er ekki búinn að gera skít í sínum málum síðan hann montaði sig af sumarstarfinu sínu. Það fer að líða að því að ég fjarlægi linkinn að síðunni hans úr tenglasafninu hjá mér og þá er lítil hætta á að einhverjir álpist inn til hans.

2.7.01

Þá er ég búinn að uppfæra enn á ný. Beggi og Siggi voru að væla í mér í daginn að láta alltaf vita hvað það nú væri sem ég hefði breytt. Það var svo sem ekki mikið í þetta skiptið nema forsíðan og svo svaraði MacHumphry einhverri spurningu. Heavy!