Hægðasérfræðingurinn Ef að þið eruð í einhverjum vafa um hvernig best sé að haga sér á klósettinu, skuluð þið ekki hika við að spyrja folann hér fyrir ofan. Hann er sérfræðingur í því að gera klósettferðir að þokkafullri athöfn. Þessi eiginleiki hans hefur vakið upp fordóma og hefur hann m.a. hrakist úr starfi þeirra vegna. Listgagnrýnandinn Þessi hugaði einstaklingur er einn af örfáum í samfélaginu sem þorir að segja "listamannaklíkunni" til syndanna. Hann hefur fyrir löngu áttað sig á því að við höfum í gegnum tíðina látið þessa samviskulausu einstaklinga vaða yfir okkur á skítugum skónum. Auk þess að vera harðu gagnrýnandi virðist honum finnast ákaflega gaman að selja upp. Sóðinn Í hverri fjölskyldu er einn sóði og er mín þar engin undatekning. Þessi sóðastrákur er nýfluttur í bæinn og hefur enn ekki lært alla þá mannasiði sem við borgarbúarnir höfum fyrir löngu tamið okkur. Við vitum til dæmis að það er mjög sóðalegt að stunda sjálfsfróun í tímum en það er ekki alveg komið inn í kerfið hjá honum. Batnandi mönnum er þó best að lifa þó sóðalegir séu. Trölli Vísindamenn leita út í geim að náttúruundrum eins og svartholum en átta sig ekki á því að eitt slíkt er að myndast mun nær en þeim myndi nokkurntíman detta í hug. |