Pleasure, pleasure!

26.7.05

Ég gleypti flugu í gær þegar ég var úti að skokka og þvílíkar dauðahryglur sem ég gaf frá mér á fleygiferð um dalinn. Ég hélt þó þokka!

22.7.05

Ég skannaði inn aðra myndasögu eftir mig síðan ég var 12 ára gamall. Ég veit samt ekki eiginlega af hverju. Þetta er svo mikið rugl að maður hálfskammast sín. Hana er alla vega að finna hér!

Fór á fámennt en góðmennt djamm með hluta vinnufélaga minna í gær. Snorri litli brósi hitti okkur á Hansen í firðinum eftir vinnuna og tók með okkur leigubíl heim. Mál manna var að Dagbjört hafi átt kvöldið og þá sérlega síðari hlutan þrátt fyrir að hafa verið andlega fjarverandi. Myndirnar eru hér!

20.7.05

Kóngamyndirnar
Ég var að róta inni í skáp hjá mér og fann þar niðurgrafna gamla jarðfræðistílabók síðan í 3. bekk í Verzló. Á þeim tíma var ég einmitt alltaf teiknandi af mér "Kóngamyndirnar" þar sem ég teiknaði sjálfan mig sitjandi í hásæti með kórónu þvingandi bekkjarfélaga mína, sem oftast voru naktir, til að fremja sjálfsmorð á einhvern hallærislegan hátt. Þær urðu fjöldamargar en eru núna týndar og tröllum gefnar (þ.e.a.s inni í skáp hjá Valdimari Kristjónssyni). Það vildi hins vegar þannig til að ég hafði teiknað tvær aftarlega inn í þessa jarðfræðistílabók og skannaði ég aðra þeirra inn, ykkur til ánægju, þar sem ég er að pína Halla. Sjá hér!

Svo hvet ég alla til þess að þrýsta á Valda og jafnvel hóta honum líkamsmeiðingum svo ég geti fengið að skanna allar hinar myndirnar inn líka!

p.s
Í sömu stílabók fannst teikning af ónefndum kennara í sama skóla að láta flengja sig.

Tíhíhí

Felurauðkur
Ég fór að velta því fyrir mér um daginn að sennilega eru til mun fleiri rauðhausar í heiminum en maður gerir sér grein fyrir sem er vitaskuld alveg skelfilegt. Líkt og þeir sem eru sköllóttir og kaupa sér hárkollur til að fela þann viðbjóð, fyrirlíta rauðhærðir sjálfa sig, líkama sína og persónuleika, og lita á sér hárið í einhverjum öðrum lit til þess að blekkja samborgara sína. Þetta er vitaskuld hin mesta hneysa og hvet ég alla til að vera á varðbergi og hafa hið fornkveðna í huga:

Er þú rauðhærðan sérð, skaltu ná í sverð!

19.7.05

Beggi var að benda mér á myndir frá Birkihlíð sem teknar voru um helgina. Þar má sjá að veðrið var glatað og almennt andleysi einkennir hverja einustu mynd og eru brosin sorglega fölsk. Ég er því sérlega feginn því að hafa verið að vinna og ekki komist með.

Ég var búinn að upphugsa eitthvað ferlega skemmtilegt til að blogga um, sennilega mér til upphafningar, en nú er ég bara búinn að steingleyma því. Æj, æj . . .

16.7.05

Ég kemst ekki almennilega yfir það hversu fyndið þetta lag hér er!

Af hverju í ósköpunum segir sumt fólk túmatar þegar það er að tala um tómata? Ha? Hvað er að þessu liði?


Tómatur!

10.7.05

Það hefur nokkuð vantað upp á það að gráðulausir og óháskólagengnir þéri mig eftir að ég hlaut gráðuna mína núna í vor. Ég krefst breytinga þar á!

2.7.05

Myndirnar síðan í gær má finna hér!