Pleasure, pleasure!

20.5.05

Jæja. . .

Ég er farinn til Tælands í 25 daga. Kreisíj stöff! Bless á meðan ;)

15.5.05

Þá er loksins komið að því! Prófin eru yfirstaðin og mun líkami minn formlega verða líffræðingur í næsta mánuði! Próflokadjammið fór fram heima hjá Hauki en þangað dró ég tvo Breta með mér. Húsið var fullt af fólki enda átti Hrönn, sem enn er með óbjóðnum Hauki, afmæli. Myndavélin var með í för til að hægt verði að velja úr miklu myndefni fyrir ævisöguna mína. Þær má nálgast hér!

12.5.05

Aðalfréttin í dag:

Flugvél landgræðslunnar bilaði.

Stundum gæti ég hreinlega gubbað inn í eyrað á einhverjum. . . . jæja . . prófin klárast á laugardaginn!

8.5.05

Þar sem ég er algjör sóði með ekki vott af sjálfsaga fékk ég mér bjór í gær með gimpunum mínum þrátt fyrir að hafa verið búinn að harðákveða að vera hjá afa og ömmu að læra. Myndirnar eru hér!

1.5.05

Þegar ég var 11 til 12 ára gamall var ég sífellt búandi til teiknimyndasögur ásamt nokkrum vinum mínum. Ég á fullan kassa af þessu drasli og um daginn fann ég þar sögu sem ég bjó til um Ingibjörn. Þetta er algjör steik en samt fyndið að sjá hvað maður var með glataðan húmor á þessum aldri. Söguna má sjá hér!