Pleasure, pleasure!

31.12.04

Fall er fararheill. Slakt skaup. Gleðilegt nýtt ár ;)

Símagleymelsi á vondum tíma!
Hvað gerir maður þegar vinur manns er hangandi með norðanfretum á Akureyri? Nú, maður nýtir sér vitanlega spillt eðli þess sem hann treysti fyrir lyklunum að íbúðinni sinni og notar hana í allskyns sóðaskap! Ég var að koma heim þaðan en við Siggi, Snorri og hrokaparið frá Ameríku góndum þar á steikina Ken Park. Prívatpinni Sigga var á lofti, þó í laumi, alla myndina. Ég hins vegar gleymdi símanum mínum þar sem er ekki gott því á morgun er gamlársdagur! Mér líður eins og ég sé ekki í buxum! Þeir sem þurfa að ná í mig geta hringt í heimasímann 5874587! Óver end ád og lifi Haukur!

21.12.04

Ég er smám saman að átta mig á því að áætlanir mínar um að verða orðinn að stæltu hönki fyrir árslok muni ekki standast. Þvílík skelfing! Aðdáendur líkama míns skulu þó engu að síður örvænta enda mun baráttunni verða haldið áfram af fullum krafti næsta ár.

Svo er hóflega skemmtilegt að minnast á að Maggi er kominn heim frá Ameríku. Hann hefur étið vel úti og er búinn að safna um sig hlýju lagi fyrir heimsóknina hér. Ég hitti hann í gær á kaffihúsi og var hann bara með hroka og leiðindi. Jæja . . . farinn til Hauks . . .

15.12.04

Vibbastöff in the zone!
Ég og Marinó fórum í próf í lífrænu og líffræðilegu efnafræðinni í gær. Okkur gekk báðum frekar illa og er ekki að undra. Þetta fag er mannskemmandi ólærandi viðbjóður. Undanfarnir dagar hafa því einkennst af sjálfsvorkunn, vonleysi og illum hugsunum um Karen. Hún fékk einmitt 10 í þessu fyrir tveimur árum. Ef ég fell í þessu aftur þá snoða ég hana!


Tilvonandi skallakella?

13.12.04

Það hlaut að koma að því! Mig langar í þetta hér í jólagjöf!

12.12.04

The Grudge er búin að eyðileggja líf mitt. Um daginn gaf Snorri frá sér óviljandi sama vibbahljóðið sem óbjóðirnir í myndinni og ég hrökk í kút. Þetta var um miðjan dag! Adrenalínið fór á fullt og ég var lengi að gíra mig niður. Þar að auki þori ég varla inn um kjallaradyrnar lengur og hleyp upp ef ljósin eru slökkt. . .

9.12.04

Í kvöld stjórnar Osmo Vanska forleiknum að Galdra Lofti og Geysi eftir Jón Leifs í Háskólabíói en ég er einmitt að fara í próf í fyrramálið. Æj hvað ég á bágt . . .

Ég þurfti að láta sem mér líkaði vel við Marinó viðbjóð í dag en ég gerði þau mistök að kaupa með honum svarahefti í lífrænu efnafræðinni í haust. Djöfull þoli ég hann ekki. Hann er algjör viðbjóður og er sem betur fer farinn.

7.12.04

Væri ekki nett ef borgarstjórinn okkar væri þokkafyllri?

6.12.04

Prófpælingar
Er ekki kominn tími á að skipta um myndir hérna fyrir ofan. Maður er nú orðinn töluvert meira hönk núna en þegar þær voru teknar. Það er alveg afsakanlegt að eyða tíma í það. . .

Ohh . . . Hvar er sjálfsaginn minn? Það er ekki laust við að það hafi verið dálítill Egill í mér undanfarið. . .

Þá er ég opinberlega búinn að banna alla gleði á heimilinu þangað til fram yfir próflok. Það er óþolandi að vera í sjálfsmorðshugleiðingum inni í herbergi og heyra svo fjölskyldumeðlimi hlæja frammi yfir Friends eða einhverju álíka. Próf eru mannskemmandi viðbjóður!

2.12.04

Hönkið ég dreif mig í ræktina aleinn áðan þar sem ég þekki bara letingja og aumingja. Upphönkunin gengur ágætlega þrátt fyrir að vonir mínar um að verða sundfatamódel fyrir jólin virðast ekki ætla að verða að neinu. Lifi Haukur!

Ég var að koma heim úr fyrsta prófinu og tel ég mig hafa hönkast í gegnum það af miklum þokka. Þegar ég var á leiðinni heim mynduðu svo skýin háfisk með heterocercal sporð. Svona sjá bara fiskitöffarar!