Pleasure, pleasure!

31.7.03

Hjálp!
Það er svo sudda lítið eftir af sumarfríinu. Skelfing! Ég sem ætlaði að gera svo mikið í sumar en er búinn að gera svo lítið. Þetta er svo sem svona alltaf. Ég get þó yljað mér við þennan nýja pie þátt.

29.7.03

urg!
Það er frekar pirrandi að finna ekki símann sinn! Iss og piss!

28.7.03

Æj, hvenær kemur nýr pie þáttur? Mig vantar pie . . .

Annars er ég kominn í frí sem er þrusukúl. Var á ættarmóti um helgina og tók mér þriggja vakta frí þannig að þessi syrpa var frekar fljót að líða. Ættarmótið var fínt og vel skipulagt (enda sá mamma beib um það meðal annarra) og mikið fjallað um hvað forfeður okkar voru merkilegt fólk. Það kom oft fram að langalangamma mín (Þórunn grasakona) elskaði langafa minn mest af börnunum sínum sem voru þónokkur. Það kom okkur vitaskuld ekki á óvart. Ég held að afkomendur hinna barna hennar hafi verið dálítið abbó.


Afkomendur uppáhaldsbarns!

Hér er nokkuð skemmtilega kaldhæðin frétt um varnarmálin og umræðuna hér um að stofna íslenskan her :)

23.7.03

Siggi og Veggsport
Siggi sagðist ekki hafa tíma til að fara í Vegssport þegar ég talaði við hann í dag um fjögur leytið. Þegar hann var svo kominn heim átti ég þetta samtal við hann.

Egill says:
iss
Egill says:
þykist ekki hafa tíma í veggsport í klukkutíma og svo hangirðu bara á netinu
Bleiki says:
iss.. er ekkert á netinu.. kveikti bara á tölvunni..
Bleiki says:
ég nenni bara ekkert í veggsport sjáðu til..... er að fara í 4 daga göngu og það ætti að gefa mér næga hreyfingu í bili...
Egill says:
af hverju sagðirðu það þá ekki?
Bleiki says:
verður bara að afsaka það í bili..


Þetta kom mér svo sem ekki á óvart og passar við hina fornkveðnu speki:
Með fyrirvara skal Sigga fregnum taka
Sjaldan segir Siggi satt

22.7.03

Ég er að tala við Sigga núna en hann einmitt nennir ekki í Veggsport. Hann er svo latur!

Það fer ekki í taugarnar á honum þegar ég blogga svona um hann að eigin sögn.

21.7.03

Upphönkunin gengur nokkuð vel þrátt fyrir ömurlega líkamsræktarfélaga. Manni vinnur á asnalegum tímum og Siggi er latur og þykist ekki hafa tíma í þetta. Þrátt fyrir þetta andstreymi fór ég með líkama minn út að skokka áðan í Elliðaárdalnum með Eddu. Það styttist í að ég verði hönk dauðans!

20.7.03

Ég er búinn að setja inn myndirnar sem ég tók í gær inn á netið. Þær má nálgast hér!

19.7.03

Hinn árlegi Esjudagur Egils tókst með mestu ágætum núna í dag. Veðrið var vægast sagt geggjað! Fyrir vantrúaða er hér spriklandi ný mynd úr digital myndavélinni sem ég keypti mér í gær. Nú þarf ég annars að drífa mig í grill til Magga. Fleiri gutlandi myndir af ólgandi hönkum birtast hér frá Esjudegi Egils á næstu dögum!

17.7.03

Ömurlegt slagorð!

Brimborg . . . . öruggur staður til að vera á.

Hvað er eiginlega málið? Mig langar að gubba í hárið á mér þegar ég heyri þetta. Á maður að skunda niður í bílaumboð þegar maður finnur fyrir öryggisleysi?

Það er nokkuð fyndið að sjá hvað málfræðingurinn hefur að segja um íslenskar veðurspár.

The television has a long slot every evening given over to a weather forecast. They describe in minute detail the weather that Iceland has experienced, predict the weather for the following day, and then the next five days. There is never a hint of a smile from the weather guy, and the tone sounds mighty serious. And as far as I can see the forecasts are just about always wrong.

Það er það gaman að lesa bloggið hennar að ég er að pæla í að bomba henni í tenglana hjá mér. Það væri henni vitaskuld gríðarlegur heiður!

12.7.03

Ég lét loks verða af því um daginn og fór með Manna í Veggsport og keypti mér 3 mánaða kort. Þar upphönkaðist ég um þó nokkur hönkstig!

Ég hætti svo við að fara til eyja í morgun vegna suddaþynnku sem hrjáði líkama minn þegar ég vaknaði. Það var matarboð hjá Kristínu í gær og þegar leiðinlega fólkið var farið fórum við Kristín og Maggi niður í bæ. Ég er búinn að vera eins og lufsa í dag. . . .

10.7.03

Þetta hér er nokkuð áhugaverð síða. Þetta er breskur málfræðingur(?) sem dvelur hér í sumar við ritstörf. Hún er dugleg að skrifa um hitt og þetta og fannst mér t.d. gaman að sjá hvað hún hefur að segja um íslenska akstursmenningu.

8.7.03

Nú hefur mér tekist án mikils erfiðis að finna sameiginlegan forföður Marinós og Magga. Hér fyrir neðan má sjá ljósmynd af nefapaafbrigðinu nebbus vibbus sem uppi var fyrir um 2 milljónum ára en út frá stengerðum leifum þess má sjá að það hafði ótrúlega leiðinlegan persónuleika og þjáðist af innhverfri útgeislun. Gríðarstórt nefið virkaði sem fælibúnaður en rándýr létu afbrigðið eiga sig því þeim fannst það vera viðbjóður.

6.7.03

Eftir margra ára þrotlausa rannsóknarvinnu þar sem ég nýtti mér af hugviti erfðafræði, ættfræði og sameindalíffræði hefur mér tekist að finna sameiginlegan forföður allra rauðhærðra. Hér fyrir neðan má sjá ljósmynd af skepnunni sem tekin var af henni rétt áður en hún dó út fyrir um 3 milljónum ára. Vísindamenn hafa tekið niðurstöðunum fagnandi og vonast þeir til þess að þær hjálpi í baráttunni við niðurdrepandi áhrif rauðhærðra á genalaug mannsins.


Hvað var þróunin að pæla?

5.7.03

Þvílík forréttindi að fá að vakna eftir smá stund til að vinna meira! Það styttist annars í syrpulok en þau eiga sér stað á þriðjudaginn og svo er vaktin að pæla í að skella sér til Vestmannaeyja í subbuskap næstu helgi. Það gæti verið stuð . . . :/

2.7.03

Þórir stumpur er áhrifameiri en margt fólk gerir sér grein fyrir. Síðan hans er víðlesin og spekin send í pósti manna á milli. Tjékk it át niggers!

En er það ekki annars merki um að maður sé að verða gaga ef maður fílar lag með Landi og sonum? Ég er ekki frá því að nýtt lag eftir þá sem er nú í spilun sé bara nokkuð gott :/

Jeminn einasti . . . . Ef mark er takandi á þessu hér ætti maður nú að forðast ost eftir fremsta megni!

Urg
Enetation athugasemdakerfið er búið að vera frekar pirrandi síðan ég skipti um útlit. Í fyrstu vildi það ekki birtast og svo loksins þegar það lét sjá sig lætur er það með einhverja stæla. Þrátt fyrir að skilaboð séu skilin eftir breytist tengillinn að þeim ekki úr Athugasemdir(o) í Ein athugasemd. Foj!

Ég er orðinn hamingjusamur eigandi nýrrar hljómflutningssamstæðu. Gömlu græjurnar mínar voru að detta í sundur af ofnotkun auk þess sem þær voru alltof stórar og þurftu að fara í viðgerð. Þrátt fyrir að ég skilji ekki hvað RCA inngangur er eða þá RDS útvarp sé er ég bara nokkuð ánægður með þetta.

Pioneer NS-11

Magnari 110 W (RMS, 1kHz, 6 Ohm)
RCA inngangur
RDS útvarp
AM/FM
30 stöðva minni
Klukka
CD spilari, Einn diskur
Stafrænn útgangur
Aðskilinn skjár með veggfestingu
2 x 30 W Hátalarar
50 W Bassabox

1.7.03

Felusóðaskapur
Edda sagði mér að hún væri orðin rangeygð af því að skoða myndir af holutoppum í allan dag. Mér finnst hún nota frekar fínt orð yfir endaþarm. . .

Í dag verð ég einkabílstjóri afa míns sem er orðinn nokkuð gamall. Hann hefur séð Churchill með eigin augum og svo fékk hann meira að segja spænsku veikina á sínum tíma! Þar að auki notaði hann sauðskinnsskó fram að tíu ára aldri en á þeim tíma fór fólk að fá stígvél. Þegar þurrt og hlýtt var í veðri þornuðu skónir og stökknuðu og urðu mjög sleipir á túnum. Merkilegt nokk!

Ég var að fá myndaalbúmið mitt frá Krít aftur frá Sigga sem hann hafði verið með óeðlilega lengi í láni. Það er í frekar slæmu ástandi eftir heimsóknina og er áberandi klístrað og subbulegt þar sem eru myndir af mér. Annar rifjaðist það upp fyrir mér að Haukur hafði beðið mig um að skanna inn myndina af sér hér fyrir neðan þar sem honum þótti hann vera áberandi myndarlegur á henni.

Ég var að koma heim af myndinni Phone booth eða fón búþþ fyrir þá sem vita ekki hvernig skrifuð enska hljómar. Þar gerði ég þau mistök að kaupa mér svartan Lakerol. Þetta er í annað skiptið sem ég kaupi mér hann og eins og þá er ég nú harðákveðinn í að kaupa hann aldrei aftur. Látið mig vera ykkur víti til varnaðar! Annars var myndin fín. Begga fannst hún reyndar ekki einu sinni ná því að vera ágæt en sá samt ekki eftir því að hafa farið. Það er út af félagsskapnum auðvitað.