Pleasure, pleasure!

29.5.02

Djö. . . .
Þá er best að fara að tölta út í ISAL rútuna því ný vaktasyrpa er að fara að hefjast hjá mér núna. Verð kominn í fimm daga frí á þriðjudaginn svo næst.

Ég var að velta því fyrir mér hvort heimsóknum á síðuna mína myndi fjölga ef ég færi að skrifa eins og stelpa. Það sem felst í stelpu skrifum eru lýsingar á daglega lífinu sem ég á erfitt með að ímynda mér að fólk nenni að lesa. Það virðast samt vera þannig að svoleiðis síður eru vinsælastar. Það eru samt örugglega bara stelpur sem nenna að lesa svoleiðis og svo svona ömurlegir gaurar eins og Haukur sem myndu þó aldrei viðurkenna það.

Einhverntíman þegar ég var yngri tók ég þá ákvörðun að eplasafi væri vondur. Svo var ég bara að fatta það um daginn að mér fyndist hann góður! (Góð saga)

28.5.02

Ég get ekki annað en verið sammála honum Gulla varðandi greinina á Vökuvefnum. Mér finnst þetta vera alveg hrikalega ómálefnalegt og hallærislegt í alla staði. Ég fæ ekki séð að Sigrún hafi einhverja spes fordóma í garð útlendinga. Henni finnst bara gaurinn ógeðslegur, svipað og mér finnst um Hauk.

Heavy!
Það er svo notalegt að vera í fríi. Fór með Handsome á kaffihús í dag og Maggi slóst svo í hópinn og við baktöluðum alla sem við þekkjum hægri vinstri. Ég ætti satt best að segja að vera í fríi líka á morgun en ég þarf að fara á eitthvert nýliðanámskeið hjá Isal í fyrramálið. Fjöff!!!

Ég er að verða brjálaður! Ég er búinn að vera tognaður í kjálkanum eins og aumingi í örugglega um tvo mánuði. Ég má ekki opna munninn mjög mikið né bíta fast í hluti. Það er til dæmis vont að fá sér mozart kúlu og ekki er notalegt að geispa.

24.5.02

Nú er ég búinn með fyrstu vaktartörnina mína hjá ISAL og kominn í fimm daga frí. Þessi vinna er bara nokkuð fín en guð mitt almáttugt hvað hún er þreytandi. Ég svaf til dæmis fjórtán tíma í nótt.

16.5.02

Jæja. . . . . .

Nú er ég búinn að fjarlægja Sir MacHumphry úr tenglunum hjá mér. Ég frétti að foreldrar vina minna hefðu álpast þangað inn og þeim var ekki skemmt. Ég held að gríðargóðu mannorði mínu sé betur borgið án kynlífsráðgjafans þó góður sé.

Þeir sem eru að pæla í því að kaupa sér apótekslakkrís skulu hætta því umsvifalaust. Í fyrsta lagi eru tvö lög af plasti utan um hann sem hræðilega erfitt er að ná af og ef það tekst þá bragðast þetta kvikindi hvort eð er geðveikt illa. Svo er hann líka stórhættulegur. Ég er kominn með skurð upp í góm sem mig verkjar í þegar ég drekk kaffi.

15.5.02

Edda, you extreme perverted lesbian! Ég er að vinna í breytingum á síðunni minni og er meira að segja eiginlega búinn. Vandamálið sem ég á eftir að leysa er að troða bloggernum inn í þennan forljóta Html kóða sem frontpagið gubbar út sér. Svo er ljótt að þykjast ekki vera geðveik.

14.5.02

Ég komst að því í gær að ég mun taka þátt í Listahátíðinni á morgun. Ég verð þar í hlutverki kynþokkafulls flettara sem erfitt verður að taka augun af.

11.5.02

Þessi samsæriskenning mín er rétt. Sigga greyið hefur fallið í svikafen Háskólans . . . . .

Ég hef grun um spillingu í Háskóla Íslands. Prófin sem ég hef farið í hafa flest verið mongó miðað við próf undangenginna ára í sömu fögum. Það er því alveg ljóst að kaðalframleiðendur koma hér við sögu.

En ég er allavega kominn í frí. Sit nú við tölvuna með ískaldan bjór og bíð eftir að ógeðið hann Haukur komi með rauðhærða frænda sínum að sækja mig.

10.5.02

Stór og stressandi dagur á morgun. Fer í seinasta og hugsanlega erfiðasta prófið klukkan hálf tvö og bruna svo beint á tónleika sem byrja á sama augnabliki og því lýkur þar sem ég kem til með að spila píanokonsert eftir Bach fyrir þrjá flygla og hljómsveit. Ég hef aldrei spilað í spennufalli áður þannig að þetta getur tæplega orðið öðruvísi en athyglisvert! Nú er ég annars farinn að sofa þar sem ég var eins og svo oft áður andvaka í nótt.

Svo verð ég nú að segja að tal.is hrekkurinn hans Begga var algjör snilld. Að lokum vil ég svo benda ykkur á að Haukur sé viðbjóður.

5.5.02

Þrátt fyrir það að Haukur sé ógeðslegur og til alls líklegur þá held ég að hann hafi ekki staðið á bakvið suddalegu leitarorðin sem sjást í teljaranum mínum. Þá kemur aðeins einn til greina. Beggi the bastard!

Ég var að kíkja á teljarann minn og sá þar helling af nýjum leitarorðum sem sleginn hafa verið inn á leitarvélar. Merkilegast fannst mér að sjá allar þær setningar sem tengdu mig við einhversskonar aumingjaskap. Skynja ég að andi Hauks svífi þar glottandi yfir.