Pleasure, pleasure!

30.4.02

Haukur var svo ánægður með lipurlega skrifaðan pistil minn frá því fyrr í dag að hann ákvað að leyfa mér að birta hér annað ljóð eftir hann. Mér finnst það afskaplega fallegt og lýsa honum vel.

Andlist mitt

Ó, ásjóna mín
grettin eins og mitt innra sjálf.

Í angist minni
reyni ég að þvo skílegt eðli mitt,
gengur ekki. . . .

Ég heyri raddir
sem allan daginn kyrja dónaorð.
Í fjarska jarmar kind.

Ég læt freistast. . . . .

Haukur Gunnarsson




Skáldið á góðum degi

Ó mig auman!
Þá er allt komið á fullt. Lífslöngunin er horfin og löngunin í gríðargóðan kaðal tekin við. Á stundum sem þessum er gott að hafa í huga að sumir hafa það verra en maður sjálfur. Það sem heldur mér frá kaðalkaupum þessa stundina er hann Haukur. Hann er kannski ekki í jafn stífum próflestri og ég eins og er en hann glímir við mun verri vanda. Krónísk leiðindi sjálfs síns. Þakka þér fyrir Haukur að vera svona mikill viðbjóður.

27.4.02

Guðný! Þú skalt bara passa þig að vera ekkert að blaðra um mig og mín mál. Ég veit margt og mikið um þig og á meira að segja myndir af því. Það sem birtist hér fyrir neðan er aðeins byrjunin ef þú ætlar að álpast inn á þá braut!


Hér sést óeðlilegur og afbrigðilegur áhugi Guðnýjar á hundum mjög glögglega.

Þessi mynd rifjar nú upp nokkrar minningar. Fann þetta á síðunni sem Þórir benti á.



Án þess að þykjast vera neitt mikið pólitískur þá líst mér ekkert á niðurstöður nýjustu kannana um borgarstjórnarkosningarnar. Ótengt því hvet ég alla til að fara í smá leik með mér. Hann er geðveikt skemmtilegur. Allir þeir sem ætluðu að kjósa Sjáflstæðisflokkinn kjósa hið gagnstæða og allir þeir sem ætluðu að kjósa R-listann geri það samt. Ok?

25.4.02

Ég tók eitthvert persónuleikapróf á emode og þetta var niðurstaðan. Ég held nú að þetta sé of jákvætt. Ég hefði nú samt ekkert á móti því að vera þessi kvennasegull sem ég er skilgreindur sem.

You are a Goofball

You are one lucky Goofball. Why? It's a known fact that laughter is the way to any girl's heart, and a great sense of humor is your defining quality. Not only can you make other folks laugh, but you can laugh at yourself — there's no bigger turn-off than a guy who takes himself too seriously. Your lighthearted attitude reveals how comfortable you feel about yourself. Women dig that kind of self-confidence and security. Face it, you're a people magnet — everyone's favorite friend. There's never a dull moment with you nearby. Excitement and laughter are what you bring to the lives around you, and it makes everything a little bit brighter, which is no small thing. After all, life is too short to spend it without a smile.

24.4.02

Skoðist á eigin ábyrgð!

23.4.02

Áttfætlan

Ég er bitur könguló,
spinn þéttan vef endalausra leiðinda.

Angist mín skín
úr banana þagnarinnar.
Kuldinn bítur.

Óæðri reika ég um strætin,
fleka dýr.

Ég er könguló . . . . .

Haukur Gunnarsson

Ég held að það sé fyrir löngu kominn tími til að bæta honum Gulla baby inn í tenglasafnið mitt. Maðurinn er mun málefnalegri en flestir í kringum mig.

22.4.02

Nú eru prófin að fara að byrja og ég er strax farinn að finna fyrir minnkandi lífslöngun. Það er því gott að vita að til eru kvikindi sem hafa það verra en ég. Mitt ástand er aðeins tímabundið því prófunum kemur til með að ljúka. Haukur greyið þarf aftur á móti að lifa með persónuleika sínum allt sitt líf. Hér er annað ljóð sem hann sendi mér hér til birtingar.

Án titils

Ó, hve mér er kalt.
Ég er andsetinn
af eigin leiðindum.
Súrt epli tilfinninga minna
galar móti vindi.

Ég sit nakinn
í djúpi botnlausrar óánægju
vegna sjálfs míns,
míns innra sjálfs.

Dagfari gapir í húminu,
mér er kalt . . . . .

Haukur Gunnarsson

20.4.02

Enn eitt kjánaprófið:

What is YOUR Highschool label?


Svo neyddi hún Viktoría mig til að taka þetta LOTR-próf sem er fyrir stelpur og svo virðist sem ég laðist kynferðislega að Gandalfi :)

Nú fer að styttast í hið óumflýjanlega. Ég sé ekki fram á að geta frestað því mikið lengur að klippa á mér táneglurnar.

Þetta finnst mér fyndið. Þeir eru svolítið klikk þessir kanar.

19.4.02

Ég hef alltaf haft voðalega gaman af því að lesa hvað útlendingum finnst um Ísland eins og kannski svo mörgum öðrum Íslendingum. Þessi síða hér er því mikill fengur fyrir gimp eins og mig.

17.4.02

Ég mundi allt í einu eftir gömlu gestabókinni minni. Skrifi og skoði þeir sem vilja!

Ég fann þetta afar persónulega ljóð eftir Hauk heima hjá honum um daginn. Þar sem hann er of feiminn til að birta það sjálfur hef ég tekið ráðin í mínar hendur. Mér finnst það afar fallegt og á hann þakkir skildar fyrir að deila tilfinningum sínum með okkur á jafn einlægan hátt.

Hinn sanni ég

Ég er aumingi,
einskisnýtur.
Vindurinn flissar í hári mér,
sólin glottir,
himininn pissar á mig.
Ég er illa liðinn.

Ég þykist vera kúl
en ég er lítil sál,
græt mig í svefn
Ég fyrirlít mig.
Ef aðeins ég væri ekki viðbjóður!

Haukur Gunnarsson

15.4.02

Orð dagsins er :

Fossvogsmannætuáll!

9.4.02

Ég vildi nú bara nota tækifærið og óska henni Eddu innilega til hamingju með 21 árs afmælið sitt.

Síðan hefur henni Sóða Siggu verið bætt við í tenglasafnið og á ég von á því að heimsóknum á síðuna hennar muni fjölga stórlega í kjölfarið.

8.4.02

Af einhverjum ástæðum fann MacHumprhy sig knúinn til þess að koma sér upp teljara á síðunni sinni nú fyrir stuttu. Mér finnst frekar fyndið að sjá hvaða leitarorð hafa skilað misheilu fólki víða um heim þangað inn á þeim tíma.