Pleasure, pleasure!

31.8.01

Tripod er í einhverju rugli eins og er og vill ekki birta íslenska stafi. Ég var þó kominn vel á veg með að uppfæra áður en þetta gerðist og ætti þó að vera snöggur að birta nýjungarnar þegar tripod kippir þessu í liðinn. Ég er búinn að senda þeim póst og benda þeim á þetta, þannig að ég vona að þeir verði fljótir að redda þessu. Þetta er samt algjört bögg.

Og Heiða beib í Danaríki; Sendu mér póst og vertu snögg að því. Það er miklu ódýrara en að sms-ast svona eins og kjáni.

30.8.01

What the fucking fuck?
Ég er núna að vinna í því að uppfæra síðuna mína til þess að koma til móts við hina fjöldamörgu dyggu aðdáendur mína. En hvað gerist þá? Helvítis síðan vill ekki taka við íslenskum stöfum! Alveg get ég orðið brjálaður út í þessa tölvudjöfla. Það versta er að ég get ekki lamið kvikindið mitt í klessu því það kostaði allt of mikla peninga. Ég held að hún viti af því. Fuck!

Fyndið hvernig Þórir linkar á alla hluti sem koma fyrir í textanum hjá honum. Ha ha!

27.8.01

Beggi mættur á svæðið!
Þá er skíthællinn Beggi mættur á netið aftur eftir frekar langan aðskilnað við það sökum gömlu heimilistölvunnar sinnar. Nú er hann aftur á móti búinn að snarbæta nettenginguna sína og kaupa sér tölvu að andvirði mömmu hans. Þegar Beggi lætur loksins af því að kaupa sér hluti þá kaupir hann dýra hluti. Skyldi leynast einhver snobbari í honum?

23.8.01

Jæja, þá er ég loksins kominn í sumarfrí! Heilir 4 dagar. Þeir verða ekki vanbrúkaðir eins og hjá aumingjum sem Inga heldur fer ég í góðra vina hópi austur í sumarbústaðarferð og skoða landið. Annars vil ég nú nota tækifærið og benda henni Siggu á að síðan hennar er í einhverju fokki. Ég er þó alls ekki að hvetja fólk til að heimsækja hana því þá hækkar talan á teljaranum hennar.

Hvað er annars að gerast með Talstöðina mína? Af hverju er engin lífleg umræða þar í gangi? Ein ástæðan gæti svo sem verið að ég er ekki búinn að gera handtak á þessari síðu síðan ég kom henni í gang en ég hef ekki trú á því. Dyggir aðdáendur mínir koma hingað hvernig sem viðrar. Þeir renna í gegnum alla síðuna að minnsta kosti einu sinni á dag og taka þátt í hinum ýmsu skemmtilegu viðburðum sem eru í boði hverju sinni.

Nú er nóg komið að rugli í bili. Ég held ég sé barasta farinn að sofa.

17.8.01

Mér líst alls ekki á hvursu teljarinn á Siggu síðu er mikið hærri en á minni. Mér finnst þetta óþarfi og dónaskapur og hvet ég fólk til að hætta að heimsækja hennar síðu alveg þangað til minn teljari er kominn fram úr hennar. Svo megið þið alveg senda mér pening í pósti.

16.8.01

Í vinnunni í gær benti lítið barn á mig og spurði mömmu sína; Hvað er þetta?

14.8.01

Þeir sem senda mér sms í gegnum Tal.is eru vinsamlegast beðnir um að láta nafnið sitt fylgja með!

13.8.01

Ég fór í Veggsport áðan og upphönkaði mig allsvakalega. Ég er nú orðina að Agli version 2.1 og komin með samtals 270 hönk stig. Það nennti enginn af helvíts aumingjunum með mér og þurfti ég því að taka ráðin í mínar hendur. Það eitt að ég hafi álpast einn niðureftir færði mér heil 10 hönkstig upp í fangið. Sökum allsuddalegs átaks í tækjunum krækti ég mér svo í önnur 35 stig. Það er alls ekki slæmt og hvet ég ykkur til þess að fara hér neðar á síðuna og hvetja mig áfram!

12.8.01

Það er til margt sorglegt í þessum heimi, eins og til dæmis hárliturinn á Sigga og andlitið á honum Gústa en þó jafnast fátt á við þetta!

Það er annars frekar furðulegt hvernig Þórir álpaðist inn á þessa síðu. Skyldi hann hafa verið að leita að henni?

9.8.01

Mér finnst það ekki úr vegi að benda Sigga á að lesa yfir bloggið sitt áður en hann birtir það. Þetta er honum til háborinnar skammar og ævarandi háðungar!

Og Þórir baby, ég skal reyna að muna eftir þér næst þegar ég vel keppendur í hina sívinsælu keppni um hönk vikunnar.

6.8.01

Ég var að koma heim frá Eldborg í dag þar sem ég hagaði mér eins og gelgja á busaballi. Sullaði í mig draslinu á mjög skömmum tíma, varð fullur eins og til stóð, fór svo og ærslaðist eitthvað eins og fullt fólk gerir þangað til ég áttaði mig á því að ég var hættur að geta talað. Í rauninni man ég nú ekki mikið hvað gerðist eftir þessa dramatísku uppgötvun mína. Þegar ég vaknaði ásakaði ég Hauk um að hafa rænt frá mér samlokunni minni en komst seinna að því að ræninginn var ég þegar ég var fullur. Þetta var nú samt alveg ágætt. Sumir kræktu sér meira að segja í druslu.